Mloto White Top

Mloto White Top “Lupingu”
Copadichromis “White Top Lupingu”

Stærð: 12-13 cm

Kynin:
Karlfiskurinn er svartur með hvítabláan bakugga og blesu á höfði og eftir öllu bakinu. Hrygnan er silfurgrá með þrjá dökka bletti. Hængurinn missir svarta litinn fljótt ef hann er hafður með grimmari fiskum.

Um fiskinn: 
Þessi myndarlegi fiskur eignar sér yfirráðasvæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr. Heldur sér á 3-15 m dýpi í Malavívatni. Þarf stórt búr með mörgum steinum og felustöðum. Finnst nálægt Lupingu á norðausturströnd vatnsins (neðsta mynd). Skyldur C. ”Mloto Midnight”, C. ”Mloto White Top”.

Æxlun:
Þessir fiskar eru munnalarar. Þess vegna þurfa hrygnur og seiði að fá skjól í hellum og holum.

Búrstærð: 300 l

Hitastig:  28°C

Sýrustig (pH): 8

Harka (gH): 22

Fóður: Dafnía, fullvaxinn artemía, þurrfóður.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998